53. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 26. apríl 2024 kl. 13:14


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 13:14
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 13:14
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:14
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:14
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 13:14
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 13:14
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 13:14

Jódís Skúladóttir, Eyjólfur Ármannsson og Jóhann Friðrik Friðriksson tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fjármálaáætlun 2025-2029 Kl. 13:14
Til fundarins kom Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Einnig komu Svanhvít Jakobsdóttir, Jóhanna Lind Elíasdóttir og Unnar Örn Unnarsson frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Þau kynntu þann hluta fjármálaáætlunarinnar sem er á ábyrgðarsviði ráðuneytisins og svöruðu síðan spurningum nefndarmanna um það efni.

2) Önnur mál Kl. 14:27
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr.
51. gr. þingskapa að kalla eftir yfirliti frá þeim ráðuneytum sem við á yfir framlög til íslenskukennslu fyrir útlendinga undanfarin ár. Fleira var ekki gert

3) Fundargerð Kl. 14:28
Fundargerð 52. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 14:29